27/02/2005

Komin aftur á fullt skrið!
Ofurhjúkkan lætur fátt stöðva sig eftir þessa yndislegu Afríkuferð og er sem sagt aftur komin í hasarinn hér á landi. Eftir mikinn hamagang í kjölfar heimkomunnar tók við leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp sem stóð alla síðastliðna viku. Það undarlega við þetta námskeið var að það var haldið í Keflavík, þannig að heilmikil keyrsla átti sér stað alla daga. Eins og góðum námskeiðum fylgir var drukkið óhemjumikið magn af kaffi daginn út og inn og er hjúkkan nú í meðferð vegna koffíneitrunnar.
Raunveruleikinn tekur við á morgun þar sem hjúkkan kemur aftur til vinnu á slysadeildinni eftir 3ja vikna fjarveru. Það er meira að segja spurning hvort hjúkkan þurfi ekki bara smá aðlögun eftir þennan yndislega tíma.
Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld og eins og svo oft áður hefur hjúkkan ekki séð neitt af þeim myndum sem eru tilnefndar þannig að þetta verður kannski ekki spurning um að vinna vökukeppnina í ár. En rokkstig dagsins fær hin síunga Dóa vinkona sem fagnar 23ja ára afmæli sínu í dag. Til hamingju með einn eitt 23ja ára afmælið snúllan mín.

20/02/2005

Komin aftur í raunveruleikann!
Þá er hjúkkan komin aftur heim í raunveruleikann sem tók á móti henni með köldum blæstri og rigningu í Keflavík. Vélin lenti kl. 16:15 og mikið lá á að koma hjúkkunni heim enda þurfti hún að mæta í afmæli/brúðkaup sem hófst kl. 18. Allt tókst þetta á undraverðan hátt meira að segja með stuttu stoppi í tollinum. Jú jú ofurhjúkkan var aðeins utan við sig í fríhöfninni og keypti of mikið af tollskyldum varningi - en ljúfur starfsmaður tollsins skyldi þetta allt enda útskýrði hjúkkan fyrir honum að þetta var fyrir algjöran misskilning. Hún borgaði glöð tollinn af aukaflöskunni og hélt sem leið lá til Reykjavíkur. Þar sem ofurhjúkkan ber nafn með rentu var hún auðvitað búin að opna töskurnar, hlaða úr myndavélinni, klæða sig og sjæna fyrir veisluna á mettíma.
Veisluhöldin héldu svo áfram í dag þar sem litli fullkomni frændi hjúkkunnar hélt upp á 2ja ára afmælið sitt. Auðvitað koma hjúkkan með stóran og flottan pakka handa litla kútnum sem var hinn kátasti með gjöfina. Kvöldið er svo tekið í afslöppun og undirbúning fyrir námskeið sem hjúkkan situr alla næstu viku. Gleði fréttir helgarinnar eru auðvitað þær að Chelsea er dottið úr bikarnum og Arsenal gerði jafntefli - en mínir menn sigruðu með glæsibrag. Það er bara eitt að lokum Áfram Man Utd!!

18/02/2005

A heimleid!
Nu er ofurhjukkan stodd a Ramada Heathrow hotelinu og er loksins lent eftir svakalegan flugdag. Gaerdagurinn for i ferdalagid til Lilongwe og thad var svo farid a faetur fyrir allar aldir i morgun enda for flugid for Lilongwe til Addis kl. 6 - sem er kl 4 heima a Islandi. Eftir 3 tima flug til Addis tok vid klukkustundarbid a vellinum thar til flugid til London lagdi af stad. Thetta flug millilent svo i Rom a leidinni til London og tok ferdalagid allt fra Addis um 9 og halfa klukkustund. Thad er vodalega gaman i flugvelum en thetta var alveg i thad mesta sem haegt er ad thola an thess ad snappa a aumingjans flugfreyjurnar. En allt gekk thetta mjog vel og lenti hjukkan algjorlega urvinda i London og dreif sig hid fyrsta a hotelid.
A morgun er svo dagurinn sem allir hafa bedid eftir - ju einmitt heimkoma hjukkunnar. Hun er audvitad kaffibrun og mjo eftir afrikupestina en kemur heim uthvild og glod. Svo er thad bara myndakvold vid gott taekifaeri. Bestu kvedjur fra London - er farin a hotelbarinn...

16/02/2005

Strönduð eyja!
Dagurinn í gær fór í algjöra afslöppun enda voru ofurhjúkkan og ofurlæknirinn eitthvað slappar. Hjúkkan hafði ná sér í smá Malawi express og eyddi því talsverðum tíma á salerninu. En allt er gott sem endar vel og þessi hraðlest virðist vera farin framhjá. Systurnar fengu sér góðan göngutúr eftir strandlengjunni hér og létum þar við sitja hvað hreyfingu varðaði þann daginn. Fórum loks í kvöldmat til hjóna sem eru frá Zimbabve en búa hér í Monkey Bay. Í morgun blasti svo við nokkuð sérstök sjón við strandlengjuna. Nokkrum húsum fyrir neðan okkur strandaði eyja!!!! Já þetta er svona ísjaka vandamál í Afríku - þar sem stór hluti af eyju mest megnis gras og votlendi rifnar burt og strandar svo loks á nýjum stað. En þessar eyjur eru ekki vinsælar því þær taka landfestu á þessum nýja stað og valda leiðindum. Í dag á sem sagt að reyna að draga eyjuna aftur á flot og koma henni fyrir á öðrum stað. Veit ekki hvort við náum að sjá þetta gerast en ég vonast til þess.
Annars er stefnan tekin til Lilongwe á morgun þar sem bráðum líður að heimkomu hjúkkunnar. Í kvöld verður þjóðlegur Malawiskur matur á boðstólnum með tilheyrandi maísbúðingi og meðlæti. Þetta er mjög sérstakt allt saman.

14/02/2005

Liwonde og Zomba!
Helgin fór í alveg hreint frábæra ferð til Liwonde þjóðgarðinn og enduðum svo á luxus hóteli í Ku Chawve sem er í Zomba. Í Liwonde var gist í skálum við vatn þar sem flóðhestarnir busluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Farið var í tvenns konar safari - annars vegar Game Drive sem var ökuferð um þjóðgarðinn í opnum jeppa og svo var farið á bát eftir ánni Shire og flóðhestarnir skoðaðir í ræmur. Lentum meira að segja í smá umferðaróhappi þegar við sigldum á einn flóðhestinn sem var að lura í kafi - hann var illa fúll og gaf skít í þessa ömurlegu túrista sem voru að trufla hann. Eftir að horfa á endalaust magn af dýrum vorum við orðnar þreyttar og skítugar og drifum okkur á luxus hótelið Le Meridien í Ku Chawe sem er í Zomba. Þar létum við þreytuna líða úr okkur á meðan við horfðum á Man City vs. Man Utd sem var í sjónvarpinu og teiguðum kalda drykki. Svo keyrðum við heim í dag með viðkomu á nokkrum mörkuðum og á sjúkrahúsinu í Mangoche (held að það sé skrifað svona). Fólk sem kvartar undan biðstofu og biðtíma á Íslandi ættu að sjá aðstæðurnar á þessum stað.
Eftir heimkomuna tókum við netta klukkustund í kraftgöngu um Monkey Bay þorpið og erum orðnar voða fitt og flottar. Á morgun er stefnan tekin á siglingu á Lake Malawi og meiri afslöppun. Enn sem komið er hjúkkan orðin afslöppuð og líður alveg frábærlega hér í Afríkunni.

11/02/2005

Monkey Bay Malawi!
Jæja þá er hjúkkan komin með fast land undir fót eftir svakalegustu flugtíma sem hjúkkan hefur náð í gegnum tíðina. Allt flugið gekk vel fyrir utan einn sem varð svolítið fullur og æstur á leiðinni til Addis Ababa og ætlaði út úr flugvélinni. Hjúkkan hugsaði augnarblik um endalok lífs síns en svo náði Imovane víman yfirtökum og hún hélt áfram að sofa. Hjúkkan getur nú sagt stolt að hafa hjúkrað í háloftum. Einn farþegi veiktist um borð í vélinni og var því kallað eftir aðstoð hjúkrunarfræðings eða læknis ef einhverjir slíkir væru um borð. Hjúkkan var sú eina sem gaf sig fram og sjúklingurinn var nú ekki neitt alvarlega veikur - bara með flensu. Að hjúkruninni lokinni lagðist hjúkkan til svefns og svaf til Afríku.
Lovísa systir mætti svo galvösk á flugvöllinn í Lilongwe og tók á móti litlu systur. Kvöldið fór í öldrykkju og afslöppun og í dag fórum við svo til Cape Maclear í sólbað og skoðuðum markaðinn. Það vekur mikla athygli hér í Malawi þegar tvær hvítar konur birtast á bíl sem merktur er Iceida sem er merki Þróunarsamvinnustofnunar. Hvar vetna viknar fólk okkur og á markaðunum ætluðu innfættir næstum að éta okkur lifandi. En eftir smá shopping drifum við okkur heim og verðum með grillveislu í kvöld fyrir hina íslensku fjölskylduna hér í Monkey Bay. Helgin fer í ferð til Liwonde sem er þjóðgarður hér í Malawi og svo ætlum við til Zomba sem er líka í Malawi. Frekar fréttir af ferðlögum eftir helgi.

09/02/2005

Angan gamalla ilmvatna!
Gleymdi ad tja mig um mjog ahugaverda upplifun sem atti ser stad i morgun. Thannig var ad um svipad leyti og hjukkan for i loftid til London foru tvaer velar til Las Palmas a Kanarieyjum. Hjukkan var nu med theim yngri er attu leid um flugvstodina a thessum tima, enda vildi svo skemmtilega til ad hun rakst einmitt a afa og ommur Super Svonu. En thau voru sem sagt ad leggja i ferd til Kanary. Thad "besta" vid thennan morgun var samt orugglega anganinn af uldnu og gomlu ilmvatni sem sveif yfir flugstodvarbyggingunni. Hjukkan settist nidur i fyrsta kaffibolla dagsins og fljotlega komu einmitt tvaer vinkonur og settust hja henni. "Ert thu ad fara til Kanary" spurdi onnur theirra fallega. "Nei" sagdi hjukkan "bara til Afriku". Thad tharf ekki ad fara fleiri ordum um thessa stund en tharna var hjukkan buin ad eignast vinkonur sem voru a leid i vetrarfri med felagi eldri borgara ur Keflavik. Hjukkan losnadi undan samt0lum vid vinkonurnar thegar hun reis a faetur og thurfi naudsynlega ad koma ser ut i flugvel. Af hverju getur thessi hjukka aldrei bara thagad...
London baby!
Hjukkan hefur sem sagt lokid fyrsta af thremur flugleggjum dagsins og bidur spennt eftir thvi ad komast i annan legg, sem eru bara nettir 12 timar og stemning. Undanfarna klukkustundir hefur hjukkan dundad ser vid ad horfa a folk, skoda i budir og dunda ser almennt thar til hun ma tekka sig inn i flugid til Addis Ababa. Eftir mjog gott flug fra Keflavik til London tok vid leitin ad Terminal 3, hjukkan er alltaf jafn bjartsyn og heldur ad allir flugvellir seu eins og Keflavikurflugvollur en svo er bara hreint ekki. Margra kilometra ganga tok vid og ad lokum komst hjukkan a rettan terminal. Gledin tok algjorlega yfir thegar hjukkan fann ser Burger King og snaradi i sig feitum Whooper med fronskum og tilheyrandi. Ad thvi loknu vard gledin enn meiri thvi thad er Starbucks vid hlidina a Burger King og hjukkan var ekki lengi ad panta ser storan Caramel Macchiato. Nu situr hun i djupsteiktri koffin og sykurvimu og er hin katasta. En nog af ruglinu i bili - bid ad heilsa ollum heima.

08/02/2005

Farin af klakanum!
Eftir nokkrar klukkustundir leggur ofurhjúkkan land undir fót og flýgur á vit ævintýranna í Malawi. Það er búið að vera nóg að gera við undirbúninginn og því er stefnan tekin á mikla og yndislega afslöppun í landi fíla, nashyrninga og flóðhesta. Vona að þið hafið það sem allra best á meðan ævintýraþráin fær að njóta sín. Kannski hendir maður inn smá ferðalýsingu ef það er til tölva með nettengingu á svæðinu.

07/02/2005

SuperBowl hittingurinn og tónleikar!
Mikil stemning var á Kambsveginum í gær þegar hinn árlegi stóríþróttar atburður átti sér stað. Menn skiptust nokkuð ójafnt í fylkingar og þeir sem héldu að það væri eitthvað fallegt við það að halda með undirmanganum geta bara bitið í það súra epli. Svana, Höskuldur og hjúkkan voru þau einu sem sáu ljósið allan tíman enda skilaði okkar maður Tom Brady sínu og Patriots unnu leikinn. Gestirnir hurfu til síns heima um kl. 3:30 og þá tók svefninn við sem var svo rofinn í morgun af sjúkraþjálfaranum sem átti lausan tíma í lengingu.
Hápunktur dagsins í gær voru samt tónleikar Kórs Langholtskirkju og flutningurinn á Requiem eftir Hreiðar Inga. Þvílíkar tilfinningar sem voru í salnum og það hefur sjaldan reynt jafn mikið á mann að grenja ekki yfir verki þegar maður er að syngja það á tónleikum. Enda var Hreiðar Ingi hylltur mikið í lok og átti það fullkomlega skilið. Hann fær rokkstig dagsins!
Nú heldur undirbúningur fyrir Malawi ferðina áfram enda bara tveir dagar til stefnu.

04/02/2005

Allt að bresta á!
Það fer allt að bresta á í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir nokkuð upptekna viku er stefnan tekin á enn uppteknari helgi þar sem markmið hjúkkunnar er að sem flestir fái að njóta samvistar með henni. Í kvöld eru það hjúkkurnar, annað kvöld eru það beibin og svo á sunnudagskvöldið er það svo hinn árlegi Superbowl Sunday!! Þess á milli er planið að renna í svona eins og eina tónleika og auðvitað má ekki gleyma tennisæfingunni. Svo eru ekki nema 5 dagar þar til hjúkkan leggur land undir fót og skellir sér til Malawi í Afríku. Flugmiðinn er búinn að skila sér og nú er það bara að fara að gera lista yfir hluti sem maður ætlar að taka með sér. Hjúkkan verður bara þreytt við upptalninguna á því sem eftir er að gera þannig að nú ætlar hún að fá sér blund.

03/02/2005

Hamingjusamur bíll!
Nú hefur Honduhelvítið tekið gleði sína á ný enda kyngir niður snjónum. Eftir tregafull samtöl við bílinn sá hann hag sinn bestan í því að druslast í gang - ellegar hefði næsta stopp hjá honum verið á einhverri bílasölunni. En það er svo sem best að vera ekki með miklar yfirlýsingar þar sem druslan fór í gang einn dag á þunglyndinu og tók svo engan frekar þátt í þessu öllu.
Kóræfingin í gær sló hjúkkuna svo aldeilis út að hún svaf yfir sig í morgun og mætti allt of seint í vinnuna. Þessir dagar þar sem maður sefur yfir sig er maður alltaf einu eða tveimur skrefum á eftir deginum - úff hlakka til að komast aftur heim í sófann.

01/02/2005

Þunglyndur bíll!
Hondukrúttið er að ganga í gegnum erfitt þunglyndi ásamt gífurlegu mislyndi þessa dagana. Tilgátur hafa verið uppi um hvort Hondan haldi að hún sé jeppi og missi sig úr hamingju þegar það snjóar og frystir - en þegar svo leysir leggst litla krúttið í mikla tilvistarkreppu og neitar að fara í gang, nema þegar henni hentar. Svo er mál með vexti þessa dagana og tilfinningar í garð bílsins verða sífelld minni af hálfu hjúkkunnar.
Niðurtalning fyrir Superbowl hittinginn er hafin og fólk farið að mynda sér skoðanir á liðunum sem eru að keppa. Auðvitað heldur hjúkkan með New England Patriots enda mikill föðurlandsvinur. Inga megabeib er með einhverja meinloku og er farin að hvetja Eagles en við sjáum hvað setur á sunnudaginn.
Lítið annað að frétta en áðan sá ég mann labba upp Kambsveginn og á leið sinni týndi hann tómar flöskur og dósir úr runnum nágranna minna. Hvað getur maður sagt annað en að sumir eru bara sérstakir! Vinnan kallar og strætó er raunin þar sem honduhelvítið er í fýlu!