30/01/2006

Dofin í Dofranum!
Hjúkkan er eiginlega bara dofin í hausnum eftir kvöldvaktina í kvöld. Sannarlega mánudagskvöld eins og þau gerast best með tilheyrandi bið, illum augnarráðum frá fólki í biðstofunni og endalausu áreiti. En allar vaktir enda og svo var einnig með þessa vakt. Hjúkkan er því ánægð að vera komin heim í Dofrann. Helgin var ljúf og góð - byrjaði auðvitað með auka næturvakt aðfaranótt laugardags sem var nokkuð erilsöm. Laugardagskvöldið fór í brilljant gettúgeðer með Höllu og Bryndísi þar sem snilldar pastaréttur var framreiddur og gott rauðvín drukkið með. Það var hlegið, pælt í frammistöðu og útbúnaði Eurovision keppenda og talað út í eitt enda er það eitthvað sem þessi hópur á ekki í vanda með. Sunnudagurinn fór í tennisæfingu og lambahrygginn hennar mömmu sem bregst aldrei. Í dag var það svo vinnan enda kominn mánudagur og farið að styttast í sjúbb - sjúss - sjúbb - sjúss ferðina sem hefst á laugardaginn. Hjúkkan er nú komin með fiðring í fæturnar og hlakkar mikið til að renna sér áhyggjulaus í brekkum Austurríkis. Nokkur mál þarfnast útkljáunar fyrir ferðina og ætlar hjúkkan líka að kenna tvö skyndihjálparnámkeið svona rétt til að hafa örugglega engan tíma til að pakka og slappa af. Enda hefur hjúkkan greinilega litla trú á svoleiðis athæfi!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Independent [url=http://www.greatinvoice.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to design gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.